28.10.2022

Eyðsluvísitala

Jæja, nú er þetta hætt að vera spaugilegt. Krónan haggar ekki við verðum hjá sér þessa vikuna frekar en þá fyrri.  Bensínmarkaður virðist einnig vera í frosti aðra vikuna í röð. Góðu fréttirnar eru þó þær að flug yfir stationhelgi til Köben er að hríðfalla í verði. Nú hoppar hinn almenni launþegi um af kæti enda fær hann meira fyrir peninginn núna en í síðustu viku.

Eignavísitala

Það var öllu meira fjör á undirliðum Eignavísitölunnar og þar ber helst að nefna frjálst fall fasteignaliðarins. Það er martröð að vera fasteignareigandi í dag. Hækkun NFT undirliðar með Bored apes í broddi fylkingar og Bitcoin vega þó upp á móti fasteignalið eignavísitölunar. 0,55% samdráttur á eignum netbankakúrekans er staðreynd og von um bjartari tíma fyrir bý.