11.11.2022

Eyðsluvísitala

Hryllileg vika fyrir hinn lúna launþega. Bensín að hækka og flug til Köben orðið að munaðarvöru. Það er harmleikur í uppsiglingu.

Eignavísitala

Staðan á eignamörkuðum er ekki fyrir viðkvæma í augnablikinu. Fasteignir eru þó á hraðri uppleið en meðaltal fimm ódýrustu fasteigna í 101 Reykjavík hefur aldrei mælst eins hátt – sem er vel fyrir auðfólk en liðurinn heldur uppi heiðri Eignavísitölunnar þessa vikuna. Allt sem byggir á bálkakeðjum er þó farið andskotans til og allir “snillingarnir” sem fjárfestu ellilífeyri ömmu sinnar í rafrænum teikningum af öpum eru smátt og smátt að læra að skammast sín. Bálkakeðjubjánar.